Thursday, September 27, 2007

Kula med hjalm

Pabbi, ég er búin ad kaupa mér hjálm!!!



Búin ad vera úti í allan dag, freistadist til ad kíkja í búdir, og ætla nú ad leggjast í sófann...

Takk fyrir bréfid og myndirnar mamma&pabbi og Ása&Ingólfur. Sakna ykkar sætustu dúllurnar mínar..





Gódar minningar..:)

Ást
E

Tuesday, September 25, 2007

Rignirign

Er á leidinni ad fara ad ryksuga thannig ad bara stutt blogg. Mjøg gaman ad ryksuga thegar madur er med teppalagt gólf -engin smáatridi thví thau sjást ekki, bara thetta stóra sem sogast upp med látum eda med tøfrandi sjón-ryk-spili.

Um helgina kom Jóna frænka í heimsókn



og Tue bjó til rødspette rétt med alls kyns tilheyrandi. Ég sagdist brádum thurfa á sérsmídudum stól til ad geta bordad fyrir bumbunni.



Horfdum á Thank You for Smoking á dvd og vorum øll sofnud fyrir midnætti thví thau tøludu svo mikid í myndinni. Thad var gaman ad fá Jónu í heimsókn. Daginn eftir ákvádum vid T ad halda upp á eins árs dag thví thad er svo gaman ad halda upp á daga :)

Hjóladi í rigningu til læknisins ádan, sem fannst ég dugleg ad vera med kúlumaga -líkti honum vid fótbolta og tók ég theirri myndlíkingu sem hrósi. Er víst thad dugleg ad safna járni ad magnid liggur yfir medallagi, thannig ad nú lídur mér eins og fótboltajárnkúlu sem getur allt!

Olla er í bænum med skólanum sínum og kemur í heimsókn á eftir. Stefnan ad fara út ad borda.

Thá er komid ad ryksoginu.

****E

Thursday, September 20, 2007

Gøtumynd...

Sit med tølvuna í gluggakistunni og er ad horfa á blokkina á móti. 4 íbúdir til sølu. Finnst ég endalaust vera ad reka augun í søluskilti, veit ekki hvort fólki langi mikid til ad breyta til um thessar mundir eda hvort ég sé allt í einu farin ad spá meir í fasteignum. Thunn skyslykja yfir himni, sum trén ordin gulbrún, sum ennthá døkkgræn. Ef ég stend upp og opna gluggann gæti ég med smá heppni klifrad yfir á stillasid hérna fyrir utan. Ùff svimaframkallandi tilhugsun. Betra ad bída thar til vinnumadur birtist og bjóda honum eitthvad...banana eda háa tónlist útum gluggann...
Situation report úr KBH...

Er ekki búin ad vera mikid í skólanum thessa vikuna thví thad er group formation, stórar ákvardanir um stór verkefni, sem ég næ ekki ad klára hvort ed er. Í stadinn búin ad dúllast vid hitt og thetta, alltaf eitthvad sem manni dettur í hug ad thurfi ad gera. Kathleen, norska vinkona Søru frænku úr Journalistskolen kom í heimsókn hingad í fyrradag. Hef hitt hana einu sinni ádur, med Mikhael frænda og Søru í Hollandi og nú er hún nyflutt til Kaupmannahafnar, vildi prufa eitthvad nytt. Hún er svaka dugleg ad koma sér á framfæri, bædi free lansar fyrir norska fjølmidla og vinnur á kaffihúsi hérna. Á medan vid spjølludumst vid nyja bordid flutti Tue studioid sitt aftur heim í svefnherbergi og vid Kathleen ákvádum ad búa til hollustumat handa honum -ørugglega ekki búinn ad fá annad en eitthvad sull tharna í Hundested alla daga;p




Fór í heimsókn út á Amager í gær, thar sem Sólveig byr uppi á 8.hæd med Georgi og litla Arnóri sem er 4 mánada og mjøg sætur og forvitinn. Finnst svo gaman ad vera í félagsskap ad hann vissi ekkert hvad snéri upp eda nidur og fannst eins og hann ætti ad sjúga brjóst á øxlinni hennar Sólveigar.

Jóna frænka pæja kemur í heimsókn á morgun, hlakka til!

Og Sara Lilja sæta klára skemmtilega frænka mín átti afmæli í gær -TIL HAMINGJU AFTUR!

**** E

Monday, September 17, 2007

Komin aftur til Kbh

..og alltaf gott ad koma heim aftur eftir helgarfrí útúr bænum. Farid var í mat til Peter og Birgit med øllu tilheyrandi eins og theim er vant. Og adalrétturinn kryddadur med íslenska kryddinu:) Bordad á sig gat og spjallad og gømlu hjónin søgdu søgur af thví thegar Peter var ungur med sítt hár og skegg og thau voru med smart kókosteppi á gólfunum sem var rosalega óbarnavænt.. Fórum heim í hífandi haustroki, fyrsti alvøru hauststormurinn. Daginn eftir fór hippaparid (vid) í lífræna búd sem er í lífræna bænum Torup (rétt hjá Hundested), sem vid fíludum alveg í botn, keypt grænt og lífrænt og notadan bumbukjól med grænum blómum á -og einungis brún grjón ;P

Sídan unnid


og lesid fyrir háskólatíma um identity and conflict (spennandi textar).

Komum heim threytt en sæl í gærkvøldi, eftir ad hafa hent alls konar drasli útúr sumarbústadnum. Ég keypti bord:


og ofur demantalampa:


Í dag var háskólatímanum frestad og ég ætla nú í sund thví thad búid ad skrúfa fyrir heita vatnid í blokkinni.

*****
E

Friday, September 14, 2007

Haustid byrjad

Thetta er nyja bloggid okkar, hér er nefnilega hægt ad setja myndir inn i tekstann og thad er svo gaman. Vonast til ad skrifa adeins fleiri blogg en komid hafa undanfarid:))

Nú er haustid fyrir alvøru mætt á svædid og er thad bara hid besta mál. Í gær fórum vid til nyju ljósmódur okkar sem vid fengum thegar ég skipti frá Rigshospitalet yfir á Frederiksberg hospital. Hún mun sjá um allar skodanirnar sem eftir eru. Virdist vera fantagód og med passlegan skammt af raunsæi, sem mér thykir ekki slæmt fyrir okkur Tue sveimhuga. Er med rosalega gódan fíling vid ad hafa skipt um spítala og thad skiptir máli ad vera med gódan fíling í óléttu sinni ekki satt :)
Lillinn/lillan dafnar mjøg vel og lætur finna fyrir sér á alls konar vegu, t.d. thegar hann/hún er med hiksta :)

í vikunni skrapp Sara frænka til Kbh og nádi ad sjá íbúdina okkar og borda med mér rosalega mikinn morgunmat. Hún er nyflutt í litla íbúd á Fjóni og er á fullu ad vinna í bladamennskunni. Thad var rosa gaman ad sjá "litlu" frænkuna mína:)) Frekar vidburdarrík vika.. Fór m.a. í afmælismáltíd útí bæ med Feliciu og Ønnu, fantagódur matur, byrjadi aftur í yoga tíma og hitti Sidsel, sem er líka med maga, sett á gamlárskvøld.

Í dag ætla ég í borgarpásu, tek lestina til Hundested og sæki Tue úr vinnunni sinni, svo hann verdi ekki alveg vinnu ringladur. Gott ad fá helgarfrí úr øsinni í Kaupmannahøfn.

Er búin ad setja nokkrar nyjar myndir inn (linkid til vinstri), nokkrar auka frá Íslandi í sumar, bumbumyndir og nokkrar septembermyndir.


some rights reserved:http://www.flickr.com/photo_zoom.gne?id=94169899&size=s

Elva